laugardagur, júní 04, 2005

Lítið bloggað að undanförnu. Hef mest legið með tærnar upp í loftið og slappað af. Skrítið en samt frábært að þetta sé búið. Takk fyrir allar hamingjuóskirnar:)

Núna þarf ég bara að hella mér í að búa til umsóknir og sækja um vinnur. Auk þess sem ég þarf að pakka öllu dótinu okkar, og ganga frá hérna. Bjössi er enn að skrifa og verður að því fram að heimför. Svo má veðrið alveg verða betra, er alveg til í að liggja í einhverjum görðum í góða veðrinu........semsagt frekar áhyggjulaust líf hjá mér í augnablikinu!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Skítaveður í Reykjavík :p og ég í fríi í dag. Alltaf sama óheppnin hehehe

3:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home