mánudagur, september 16, 2002

Í dag fann ég mér nýjan stað á teiknisalnum, uppvið glugga út í horni, alveg frábært - leit nefnilega út fyrir að ég ætti eftir að sitja á ömurlegum stað í vetur. Langaði bara að koma þessu að.....ekkert smá ánægð með þetta. Annars var ég bara að fá nýtt verkefni. Ég á að teikna gestaíbúðir fyrir fyrirtæki sem heitir Randers tegl. Hljómar mjög spennandi þetta verkefni, það er betra þannig!!! Annars ætla ég að reyna fyrir mér í Kickbox á eftir með Tinnu og við erum alveg viss um að við eigum eftir að slá í gegn. Ætli kvöldið verði ekki notað í að ná andanum aftur:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home