laugardagur, október 26, 2002

Tinna og Arnar voru semsagt í mat hjá okkur í gær og við borðuðum rosalega góðan mat, ég er að hugsa um að láta uppskriftina flakka í lokin. Við sátum og spjölluðum til 4 í nótt, mjög gaman. Ætluðum alltaf að fara að horfa á video en það varð aldrei úr því!! Annars vöknuðum við bara í morgun og fórum í Ikea og keyptum einhverja smáhluti sem okkur vantaði - og sitthvað fleira, alltaf nóg að girnilegu dóti þar:) Annars erum við bara að taka því rólega núna, ætlum að vera voða dugleg að læra á morgun. Ætlum að sleppa partýinu í kvöld, ætlum bara að hafa það náðugt heima í þetta skiptið. Ég elda mjöög sjaldan eftir uppskriftum, finnst miklu skemmtilegra að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín, mér finnst líka oft svo pirrandi að þurfa að kaupa fullt af einhverju drasli sem maður notar kannski hálfa teskeið af!! En ég lét mig hafa það í þetta skiptið, svo girnileg var uppskriftin og hún hljóðar svo:
1-1 1/2 kg af kartöflum skorið í skífur (ég skar bara kartöflur í skífur þangað til formið var orðið 3/4 fullt) og sett inn í ofn við 200 °C í 30 mínútur. Það er svo tekið út og ofan á það settur kjúklingur sem búið er að steikja(ég setti 4 bringur fyrir fjóra, skar í bita og steikti). Yfir það svo sett sósa sem inniheldur: 4 dl af sýrðum rjóma, 1 msk mangochutney, 4 msk chilisósa, 2 hvítlauksrif, 2 tsk karrý, 1 tsk paprikuduft, 1 tsk pipar, 1 tsk kjötkraftur og 1 1/2 tsk estragon. Efst svo settt slatta af rifnum osti. Bakað áfram í 20 mín (ég hafði þetta reyndar aðeins lengur, til þess að vera pottþétt á að kartöflurnar væru í lagi!!!)
Þetta er meiriháttar gott. Maður getur svo bara ráðið magni af kartöflum og kjúklingi, eftir því hve margir eru í mat!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home