Jeijei, komin í jólafrí. Var í kritik í gær og held að það hafi bara gengið ágætlega-alltaf erfitt að meta......
Allavega er með eina eldheita sögu hérna. Var að þvo en pantaði mér ekki þvottatíma. Þegar ég kom niður þá var allt pantað en bara ein vél í gangi og sá næsti með pantað klukkan 12. Ég ákvað að lauma í eina vél og ná svo að láta í hana aftur sem myndi klárast fyrir 12. Þegar ég svo kem niður rétt fyrir 12 þá er konan sem að á tíma klukkan tólf þarna inni. Það voru einhverjar fjórar mínútur eftir á minni vél og hún muldraði út úr sé að ég rétt næði að taka úr henni fyrir 12.
Svo birtist gellan(80+) sem var með þessa einu vél fyrr um morguninn og fer að taka úr þurrkaranum. Þá fer hin konan að spyrja hana um hvenær hún hafi átt pantaðan tíma. Hún svarar á milli tíu og tólf. Þá lítur 12 -14 konan á mig og segir: " nooooh så er det dig som er snyderen!!" (þú sem ert svindlarinn). Ég leit á hana og sagði nú bara að vélin hafi verið laus og því fyndist mér bara í lagi að nota hana.
Ég tók úr vélinni og flokkaði hvað ætti að fara í þurrkarann og hvað ekki. Svo spurði ég konuna hvort hún ætlaði að nota þurrkarann og þá hvenær. Hún sagðist ætla að nota hann eftir 40 mín. Þá sagðist ég nú alveg ná því að setja í hann fyrst. Hún jánkaði því ef ég væri komin aftur niður eftir 40 mín- bara með attitude. Ætli maður verði ekki að vera niðri on-time;) hehe, svo að konan missi sig ekki;)heeh
Gaman að þessu............
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home