fimmtudagur, desember 04, 2003

Ok, átti alltaf eftir að deila einu með ykkur og ég býst fastlega við því að kannski fatti bara arkitektanemar þennan brandara. Það var allavega gaur í seinustu mellemkritik með frekar sorglegt verkefni. Fyrsta sem ég hugsaði var " vá, mitt getur allavega ekki verið verra en þetta;)". En svo byrjaði greyið strákurinn að tala ( strákurinn, hann er 37 ára held ég) og það sem hann talaði um og lagði mikla áherslu á að hann hefði ákveðið að hann ætlaði að vera praktískur í gegnum allt verkefnið. Byggingin leit út eins og braggi. Hvað sem kennararnir spurðu og reyndu góðlátlega að segja hinum að þetta væri ekki nógu gott, þá kom hann alltaf með þessa praktisku hlið sína, sem enginn var að fatta. En svo þegar kennararnir voru eiginlega orðnir orðlausir þá kom hann með þessa snilldarsetningu: " Jeg ser på min bygning som en hånd som holder alle funktionerne på plads....." - þetta er bara versta setning sem ég hef heyrt í kritik!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home