Lítið að frétta héðan. Við erum bara búin að "reyna að vera dugleg að læra" og hafa það náðugt inn á milli.
Vöknuðum snemma í morgun og fórum að þvo og fórum svo út í búð á meðan vélarnar voru í gangi..... ég hugsa oft um hvað það er ótrúlegur verðmunur á matvöru hér og heima. Við keyptum heilmikið og það kostaði svona 3000 ísl. kr. Fyrir þessa summu fengum við: 8 páskabjóra, 2 hvítvín, 10 rúnstykki, gúrku, mini-tómata, 2 kg af þvottaefni, 1 brie, 2 snakkpoka, 1,5l sódavatn, 1,5 l kók, 1,5 l appelsínusafa, 600 g af svínafillet, 2 rauðlauka, 2 sítrónur, pela af rjóma........man ekki meira....
Það eina sem var á tilboði var kjötið.....
Hvað hefði þetta kostað á Íslandi??
Þrátt fyrir þetta þá er Ísland bara svo miklu betra!!
Ivers er svo væntanlegur hingað á eftir!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home