Ekki mikið að frétta héðan. Núna er vika þangað til að ég verð búin að verja þetta blessaða verkefni, sem verður mjög ljúft!- vona allavega að það verði ljúft!
Það stressar mig svolítið að ég er ekkert stressuð yfir þessu, það hlýtur að koma!! Kannski er ég bara enn í sæluvímu eftir brúðkaupið;)
Við keyptum annars dagskrárblaðið í gær og með því fylgdi blað um brúðkaupið. Aftast í því blaði var mynd af öllum veislugestunum, ásamt dönsku konungsfjölskyldunni. Hver haldiði að standi beint fyrir aftan Henrik prins, semsagt ská fyrir aftan drottninguna. Nú hver önnur en Dorrit, alveg í essinu sínu! Snilld.....hún náði að troða sér framar á myndina en systir drottningarinnar til dæmis. Skanna kannski þessa mynd inn við tækifæri......
Dorrit leiddi líka einhvern hertoga inn í veisluna.......kannski kemur hann henni í fleiri partý en Ólafur......
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home