Eins og ég sagði frá fyrr í dag þá var veðrið alveg frábært. Við tókum ágætan hjólatúr, hjóluðum aðeins uppá Nörrebro og fundum þar, okkur til mikillar gleði, Paradis ísbúðina, sem er líka í Aarhus. Það eru semsagt 2 útibú hérna í KBH, á Sankt Hans Torv og á Godthåbsvej. Snilldarís!!
Við hjóluðum svo niður á Langelinie, en þar voru Frederik prins og Mary að keppa í siglingum. Við misstum að vísu af því þegar þau voru að keppa, en þarna var mikið af fólki og góð stemmning. Þarna var líka fullt af outlet-um sem maður kannski tékkar á við tækifæri. Eftir að við vorum búin að storma um borgina í ágætis tíma héldum við heim á leið. Frábær dagur!
Annars er mæðradagurinn í dag og vil ég nota tækifærið og óska mömmu, sem er auðvitað besta mamma í heimi, til hamingju með daginn!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home