Mætt til Danmerkur
Jæja, þá erum við komin aftur á Holsteinsgade og það er bara voða notalegt. Helgi og Vallý eru flutt í sömu blokk og við og það beið okkar dýrindis matur! Við kíktum svo aðeins niður í Nyhavn og þar var fín stemmning - nóg af Íslendingum í fínu flippi.
Dönsku stelpurnar voru að vinna gullið í handboltanum á Ólympíuleikunum þannig að það verður eflaust stuð á landanum í dag, Danir nýta sér hvert tækifæri til þess.
Annars fer dagurinn í dag í það að koma sér fyrir, kaupa í matinn og taka uppúr töskunum. Og hver veit nema að maður hjóli út á Sankt Hans Torv og fái sér Paradis-ís;)
5 Comments:
Sú gamla......hehe!
Þú meinar sama kærastan þá.....já, það er hún og þau búa í blokkinni okkar;)
eg veit ad eg gaeti verid mjog sein..... en coooool nyja sidan hja ter!! Dogg
Þú ert ekki það sein í þetta skiptið;), ég breytti bara um útlit í gær;)
uff... en hvad tad er god tilbreyting! Dogg
Hí hí hí... sú gamla þetta er BARA fyndið ;o)
Skrifa ummæli
<< Home