Í dag eru 12 ár síðan ég fermdist. Ég minnist þess árlega, sem og skírnarafmælisins míns. Ég á von á 40 manna eftirlíkingu af fermingartertunni minni og er komin með hliðarsnúð og blásin topp. Fermingardressið passar ennþá- ætli einhver fatti ef ég kaupi nýjar nælon? Ég vona að það komi einhver til mín og fagni þessu með mér í dag.
Það er aðeins flóknara þegar ég held upp á skírnarafmælið mitt, þar sem ég man ekki mikið eftir þeim degi, auk þess sem kjóllinn er heldur þröngur........
8 Comments:
Ég er með þér í anda! En því miður kemst ég ekki í mitt fermingardress, mjaðmirnar orðnar heldur of stórar, hehehe...en ég gæti svo sem skellt upp einu mellubandi í tilefni dagsins :)
-Maja-
hahahhaha....melluband á fermingardaginn....góð tíska í gangi!
en ef það er eitthvað sem ég þarf að finna og fara í við tækifæri þá eru það fermingarskórnir.......lol
lol..já þeir voru náttúrulega mergjaðir :P
-maja-
mín skósaga ætti að komast á prent.....
fermingarskórnir, mótorhjólastígvélin að ógleymdum snabelskónum.......
Ég og bjössi vorum að tala um svona tískur sem hafa komið og ég sagði "herborg átti alltaf allt sem var í tísku" heheh....vaxjakkann, stuzzy mussuna, trébotnaskónna, jees gallabuxur..... :þ
-Maja-
já, ég hef ávallt passað að halda coolinu.....
þú ættir að gefa fermingarskóna þína á Árbæjarsafn :p
Geri það við tækifæri.......ef þeir þá vilja þá;)
Skrifa ummæli
<< Home