sunnudagur, júní 12, 2005

Undanfarnir dagar......

Á fimmtudaginn fór ég til Árósa og sá Arnar verja lokaverkefnið og það tókst vel hjá honum:) Til lukku með það! Eftir vörnina fór ég með þeim heim og hjálpaði þeim aðeins að undirbúa partý. Partýið byrjaði stundvíslega kl. 17 og stóð til 2 um nóttina, ég fór auðvitað út með ruslinu.......stórgott partý!:)

Á föstudaginn kom ég svo við hjá Ástu og Jákupi. Eitthvað sem ég hef ætlað að gera í langan tíma. Það var mjög huggulegt: fórum á kaffihús, í búðir, herbergjarölt og partý. Vorum að vísu ekki mjög öflugar. Fengum okkur svo brunch áður en ég hélt heim á laugardaginn. Takk fyrir mig:)

Þegar ég kom heim í gær þá fórum við Bjössi aðeins í bæinn, sem var stútfullur af fólki. Kíktum í búðir og keyptum í matinn. Ég eldaði svo Coq au vin handa okkur, enda átti Prins Henrik afmæli:) Leigðum okkur svo 2 dankar myndir: Oh happy day og Kongekabalen. Góðar báðar tvær.

Í dag fórum við svo á háhýsasýningu í Dansk arkitektur center. Og í kvöld á að mixa súpu "from scratch" með lauk, skarlottlauk, brokkolí, gulrótum og fleira. Já og auðvitað rjómalagaða.......

3 Comments:

Blogger Ásta said...

Og takk fyrir komuna! Þetta var virkilega huggulegt! Við J erum ekki búin að gera neitt af viti síðan þú fórst, erum búin að vafra um á náttfötunum og horfa á dvd og lesa bækur;) Ljúft!

10:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Herborg matgæðingur ;)
-Maja-

10:37 e.h.  
Blogger herborg said...

Já, stundum er ég hissa á því að ég sé ekki 150 kg:)hehe

10:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home