sunnudagur, nóvember 03, 2002

Ég þoli ekki fólk sem kann sig ekki, kann ekki mannasiði og hegðar sér eins og........ja ég bara veit ekki hvað!! Það var nóg af svoleiðis körlum á árshátíð SF Heklu í gær. Gargandi framan í ræður einhver leiðindaorð, veltandi um blindfullir, niðurlægjandi starfsfólk staðarins og reynandi við aðrar konur þegar konan er ekki með!! Svona hlutir verða nú bara til þess að maður sem siðmenntuð manneskja hefur engan áhuga á að skemmta sér með svona liði. Flestir á þessari skemmtun voru í fínu lagi en það er ótrúlegt hvað nokkrir einstaklingar geta eyðilagt mikið...Arny ætlar líka að tjá sig um þetta mál á blogginu sínu í dag, við vorum saman hneykslaðar á þessu í gær!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home