þriðjudagur, október 29, 2002

Djöfull voru Íslendingar að skíta á sig á móti Rússum, 11 marka tap!! Gott að sá leikur var ekki sýndur í sjónvarpinu hérna úti....Danir töpuðu að vísu líka en ekki alveg svona illa, bara með 2 mörkum, á móti Frökkum. Annars var ég að horfa á þátt um feit börn þar sem þrír krakkar voru teknir fyrir og reynt að hjálpa þeim í baráttunni við aukakílóin, breskur þáttur. Einn af þeim var 15 ára strákur sem var 140 kg. Hann var sendur í sumarbúðir fyrir feit börn í Bandaríkjunum, þar sem lögð var áhersla á hollan mat og mikla hreyfingu. Það kostaði 3000 pund að senda hann þangað!! Nema hvað, gaurinn kom 2 kg þyngri tilbaka. Kannski ekki alveg besta ráðið að senda feita krakkann sinn þangað!!:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home