mánudagur, október 28, 2002

Af hverju er maður alltaf svona þreyttur á mánudögum?? Þrátt fyrir hvað ég var löt í morgun þá náði ég samt að henda mér fram úr rúminu á réttum tíma, koma mér í skólann og allt það. Kíkti aðeins í bæinn eftir skóla í leit að þrítugsafmælisgjöf handa bróður mínum sem verður semsagt þrítugur á föstudaginn, svo að ég endurtaki það nú!! Ætla að sofa á því í nótt hvað ég kaupi...... Svo fór ég í ræktina og tók þokkalega á því í Spinning 2, erfiðasti spinningtíminn held ég!!! Dreif mig svo heim, borðaði og horfði á Robinson, sem er dönsk útgáfa af Survivor, ekkert smá spennandi!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home