fimmtudagur, nóvember 14, 2002

Var að koma heim úr skólanum, þvílík rigning úti !!!!! Bjössi var að skila ritgerð í hádeginu þannig að hann liggur mjög aflappaður í sófanum, að sötra jólabjór að horfa á einhverja Monty Python mynd - hans hugmynd um skemmtun af bestu gerð!!. Þar slær hann 2 flugur í einu höggi, fagnar því að vera búinn að skila um leið og hann hitar upp fyrir Supergrass tónleikana í kvöld, það verður eflaust mikið stuð. Reyndar nóg af góðum böndum að spila hérna í Aarhus þessa dagana, Múm eru að spila hérna á morgun og á mánudaginn eru tónleikar með Violent Femmes. Við eigum miða á tónleikana á mánudaginn en ég ætla að sjá til hvort ég fari, ég á nefnilega að skila á þriðjudaginn í skólanum. Ég er líka alltaf að fatta það núna hvað er stutt í jólin!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home