laugardagur, nóvember 09, 2002

Það voru ófá kodakmoment í gær þegar það var verið að koma með jólabjórinn í bæinn. Fyndnust var þó lúðrasveit Ceres. 5-6 gamlir karlar sem voru búnir að fá aðeins of mikinn jólabjór, og aðeins einn af þeim var ennþá að spila - hinir voru bara algjörlega útúr heiminum...hehhe!! Annars er Ásdís að koma í heimsókn í dag og planið er að fara út að borða í kvöld á Dragen sem er kínverskur staður. Raggi og Árný ætla líka að koma með. Dragen er snilldar staður. Maður týnir fullt af dóti á disk sem mann langar í og svo matreiðir kokkurinn fyrir hvern og einn, með þvílíka kokkatakta!! Hvað verður gert eftir matinn er svo ennþá óráðið...kemur til greina að fara í diskókeilu með stúdentafélaginu...kemur allt saman í ljós:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home