mánudagur, nóvember 11, 2002

Ósköp venjulegur mánudagur hjá mér. byrjaði á því að ég ætlaði bara ekki að nenna á fætur og dröslaði mér svo í skólann um 9:30. Var þar til 5 en þá skellti ég mér í spinning 2. Kom svo heim og við fengum okkur tyrkneskt nasl í kvöldmatinn, svaka gott. Horfði svo á Robinson þar sem Sonny var loksins hent heim!! Vorkenndi honum samt smá..... Er svo að reyna að læra aðeins núna enda ískyggilega stutt í næstu mellemkritik, vika!!! En það sem sýður inni í hausnum á mér núna er það að ég þarf að vakna klukkan 6:15 í fyrramálið!! - ég er nefnilega að fara í dagsferð með skólanum til Louisiana, sem er rétt hjá Köben.....Það eina sem á eftir að koma mér á fætur í fyrramálið er það að ég ætla að halda áfram að sofa í rútunni!!!!:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home