þriðjudagur, janúar 07, 2003

Það tók mig heillangan tíma að fá mig til þess að setjast fyrir framan tölvuna og segja frá ferðinni hingað til Danmerkur sem var mesta bíó sem ég hef lent í. Mér fannst þetta svolítið fyndið á meðan á þessu stóð en mér finnst það eiginlega ekki lengur!!!! Við semsagt áttum að fara í loftið kl 1415 en fluginu var seinkað aðeins eins og venjulega er svona í kringum jólin. Fórum í lofið 1510. Flugið var fínt, allavega hjá mér og Söru, en Bjössi var hinsvegar alveg að drepast alla leiðina, enda mikið stíflaður og hausinn á honum alveg að springa. Allavega þegar við vorum að nálgast lendingu þá fór maður að vefja saman heyrnartólunum og setja dótið sitt í bakpokann og svona. Við vorum líka orðin svolítið tæp á að ná lestinni. Nema hvað á þá segir flugmaðurinn að við getum ekki lent strax á Kastrup vegna umferðar og að við þurfum að bíða aðeins eftir lendingu. Nema hvað að svona 20 mín eftir það þá tilkynnir hann okkur að við verðum að lenda í Billund. Það fannst okkur bara fínt því við bjuggumst náttúrulega við að við myndum bara öll fara út þar og svo bara rúta til Köben. Við sáum alveg í hillingum að við gætum bara verið komin fyrr heim en ella. En neiii, okkur var sagt á svona hálftíma fresti að við værum alveg að fara í loftið og að það væri ekki sniðugt að fara út úr flugvélinni í Billund enda þjóvegirnir lokaðir og engin h´´otel að fá í 200 km fjarlægð, vel að merkja þá er Aarhus 110 km í burtu og Köben 190 km, gott að koma með svona góðar upplýsingar. Til að gera langa sögu stutta þá biðum við í 6 og hálfan tíma í billund eftir að fara til Köben og stemmningin var ólýsanleg!!! Nóg af krökkum sem ég verð nú samt að segja að voru alveg til fyrirmyndar en foreldrarnir voru alveg búnir á því, gellan ská fyrir aftan okkur var ælandi á milljón.... Nema hvað við lendum svo í Kaupmannahöfn og þá koma þessar brilliant setningr hjá flugfreyjunum sem voru alveg uppgefnar eins og flestir: Thank you for your patient an the delay - gott að þakka okkur fyrir sjúklinginn og töfina og svo endaði hún á því að segja að hún vonaði að við hefðum notið ferðarinnar......alveg örugglega. Það má svo sem bæta því við að við fengum ekki gate strax í Köben og þurftum að bíða extra 30 mín þar og svo einn og hálfan eftir töskunum. Stemningin á fluvellinum var eins og í bíómynd, sofandi hræ út um allt og pirrað fólk fyrir neðan Wonderful Copenhagen skiltið, hálf grátlegt. Að lokum náðum við lest til Árósa og fengum að nota lestarmiðana sem við áttum, það var smá bónus allavega. Þegar við komum svo til Árósa klukkan 10:00 í gær þá var að sjálfsögðu engin leigubíll fyrir utan lestarstöðina og þar þurftum við að bíða í smá stund og alveg til þess að toppa allt þá var lyftan í blokkinni okkar biluð þannig að við þurftum að bera töskurnar upp 5 hæðir. Þetta er semsagt alveg efni í bíómynd......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home