Jæja, svaf aaaðeins lengur en ég ætlaði mér en er að fara að henda mér niður í skóla. Byrjaði á módelinu í gær og það gengur bara fínt, langar að klára það í dag en við sjáum hvernig það gengur. Var í mat hjá Arnari og Tinnu í gær, borðuðum dýrindis súpu og brauð með. Sátum svo og spjölluðum til að verða 2, en þá birtist Bjössi ( hann var í julefrokost í skólanum) svona í skrautlegri kantinum. Það er heldur ekki mikið lífsmark á honum núna:) Núna eru bara 10 dagar til jóla og 5 dagar í heimkomu, svo að við höldum áfram að telja niður:) Best að koma sér af stað, módelið bíður!!:)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home