Raggi eldaði dýrindis pottrétt á fimmtudaginn, sló í gegn!! Við sátum svo og spjölluðum og sötruðum fram á nótt.
Í gær kláraðist svo loksins þetta steypuverkefni, öllum til mikillar hamingju. Á fimmtudaginn þegar við vorum að vinna í þessu og það var alveg að koma hádegismatur þá kom húsvörðurinn í fyrirlestrarbyggingunni labbandi út með samlokur handa okkur, afgangur frá einhverjum fyrirlestri kvöldið áður. Danirnir voru ekkert smá sáttir, alveg mesta hamingja í heimi: GRATIS FROKOST!! Toppurinn á tilverunni:)
Ég kom svo til KBH í gær um 3 leitið, hitti Bjössa á brautarstöðinni og við röltum niður í bæ. Þar var nóg af fólki eins og alltaf. Í gærkvöldi tókum við því bara rólega, horfðum á Dumb and Dumber, alltaf jafn mikil snilld......
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home