Þá er það tannsi í þriðja skiptið í dag. Hún gerði við eina holu seinast og ætlar að gera við aðra í dag. Seinast spurði hún mig hvort ég vildi deyfingu og ég spurði hana þá hvort að væri nauðsynlegt. Hún sagði að við gætum prófað án deyfingar þá gæti ég bara gefið merki ef sársaukinn væri of mikill. Ég var til í það. Hún byrjaði svo og ég fann ekki fyrir neinu! Deyfing er óþarfa brugðl!!
Annars var ég í Aarhus mestan hluta vikunnar og Bjössi kom og var með mér eina nótt. Fín vika en líka gott að vera heima núna. Við ætlum að vera dugleg að læra um helgina þar smeð að við erum að fara til London næsta fimmtudag:)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home