mánudagur, apríl 12, 2004

Dagurinn í gær var mjög ljúfur, og það sem stóð upp úr var páskamaturinn. Mikið rosalega var hann góður-þó ég segi sjálf frá:)

Við vorum með graflax og taðreyktan lax í forrétt, með ristuðu brauði og dressingu. Heilsteiktan nautavöðva með sinnepsbættri piparsósu, bökuðum kartöflum, salati og maís í aðalrétt, og ís og ávexti með heitri súkkulaðisósu í dessert, auk þess sem við gæddum okkur á páskaeggi númer 1 með.

Magga, Hanna, Geir og Daði voru með okkur. Ætli ég reyni ekki að setja inn myndir fljótlega.....




0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home