Komin aftur til Danmerkur eftir góða dvöl HEIMA á Íslandi;) Maður ætlar sér alltaf að gera svo margt heima en það næst nú aldrei. Ég náði nú samt að hitta fjölskylduna mikið, vinina þónokkuð, kíkja í bæinn, Kringluna og Smáralindina:) og fara í ungbarnasund með Ásrúnu og Bergi. Gott að koma heim og hlaða batteríin.
Bjössi er að fara í próf strax eftir páska svo að hann er að koma sér í lesfílinginn og ég ætla að skemmta mér í smá pappamódelgerð í dag. Annars skín sólin hérna í KBH og erum við að spá í að fá okkur hádegismat úti á svölum;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home