Þá fer þessi önn bara alveg að verða búin. Var í mellemkritik í gær og það var bara fínt. Núna er ég bara að fara að leggja lokahönd á menntaskólann minn og svo skila ég 24. maí klukkan 15;) Það verður ljúft. Er svo búin að biðja um að verja strax 25. maí og á svo von á Maju og Kristínu frá Íslandi 27. maí!!
Þangað til er líka ýmislegt í gangi, og ber þá hæst konunglegt brúðkaup hér í Danmörku, þegar Frederik krónprins giftist Mary. Það verður gaman að vera vitni að því. Þjóðin er alveg á tánum yfir þessu, spennan er svo mikil. Það verður ekkert í sjónvarpinu í næstu viku nema eitthvað tengt brúðkaupinu; viðtal við Mary og svoleiðis;)!!
Árný, sem er jafnmikil áhugamanneskja um konungsfjölskylduna og ég, gaf mér kerti um daginn í tilefni brúðkaupsins, með mynd af brúðhjónunum;)
Svo náttúrulega Eurovision!! Það er alltaf jafn gaman!! Skemmtilegast væri náttúrulega að vera á keppninni, eins og maður gerði nú um árið:)!! En gott partý hljómar líka vel.........
...............blend your colours with my blue;)!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home