mánudagur, september 27, 2004

Jæja, þá eru Gunnar og Anna farin frá okkur, en þau eru búin að vera í heimsókn frá því á fimmtudaginn. Það var rosa gaman að hafa þau!! Það var gert svona það týpíska; verslað, borðað, skoðað og skemmt sér! Maður þarf alltaf að styðja gestina í verki þegar það er kíkt í búðir, sem er náttúrulega bara jákvætt;)!!

Tókum sama rúnt með þeim og laugardaginn og við gerðum með stelpunum í vor. Þ.e. fórum á indverska staðinn og fórum svo og kíktum í dótabúðirnar á Istedgade sem er náttúrulega bara ávísun á gott kast! Vonbrigði kvöldsins hinsvegar að hafa ekki farið á Club34. Það kostaði nú bara 50 kall inn..............

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hvað er 50 kall á milli vina.

En við tökum þetta bara næst þegar við komum...

//GM

1:01 e.h.  
Blogger herborg said...

Já, maður gerir bara slæm mistök einu sinni;)!!

6:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home