Jæja, núna er aldeilis lítið eftir af önninni, það þýðir að það er ekki mikill tími eftir til að gera sitt besta í skólanum en aftur á móti stutt til jólanna. Ég kem til Íslands 12. desember og hlakka mikið til, verð í tæpan mánuð í þetta skiptið. Þarf að afla mér gagna til að byrja á lokaverkefninu og auðvitað ætla ég líka að njóta þess að vera heima nálægt fjölskyldu og vinum.
Annars er ég bara komin í mikið jólaskap, borða mandarínur eins og mér sé borgað fyrir það:) Plönin næstu daga eru semsagt bara að sitja við tölvuna með skissurúlluna mér við hlið.........:)
1 Comments:
Spurning hvort þær endi ekki bara í einhverri tilraunastarfsemi hjá þér;)
Skrifa ummæli
<< Home