miðvikudagur, mars 09, 2005

Hver er ekki kominn með nóg af Bobby Fischer málinu.........

Þetta er meira ruglið. Einhver íslensk sendinefnd að reyna að bjarga heiminum. Og fyrirsagnir eins og "Sæmundur söng afmælissönginn fyrir Fischer". Þar stendur m.a. :

Að sögn Sæmundar var svo góður hljómburður í móttökuklefanum, þótt lokað sé í milli með gleri, vegna þess að þar tala menn saman um hljóðnema og hátalarakerfi, að söngur hans glumdi um allt fangelsið.

hahaahahahahhaha........... Hvað er málið????

5 Comments:

Blogger Dilja said...

ahhahahahhahahhahahahahhahhahahahhah

er þetta djók? ég meina hvaða leikur er þetta? nýstárleg LOTR rings útgáfa á því hvernig eyða má peningum ríkisins?

ég er skrapandi hökuna uppúr gólfinu yfir þessu fréttum

4:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ef þér fannst þetta slæmt, bíddu þá þangað til þú heyrir hvað var aftan á dv í gær!

Einhver blabla forstjóri Góu ætlar að búa til sérstakt bobby fischer páskaegg til að gefa honum þegar hann kemur heim!! af því að hann brjálaðist þegar hann fékk ekki egg í morgunmat í djeilinu! Og.. wait for it.. hann ætlar síðan af hafa hrók ofaná egginu í stað páskaunga.. og málsháttinn á ensku! aaaaaaarrrrrrrrgggggghhhhhh!!!

Annars bara hlakka til að sjá ykkur, Sjöfn

1:25 e.h.  
Blogger herborg said...

vá, ég dey.....

10:09 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst nú þessi best:
"Að beiðni Sæmundar lögðu þeir hendur sínar á gluggann, hvor á móti öðrum, og þá féllu tár."

Hvenær ætli myndin komi svo.
Free bobby Fischer, a film by Hrafn Gunnlaugsson...

3:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

gleymdi að kvitta undir,

GM

3:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home