fimmtudagur, mars 03, 2005

Allt við það sama hér. Ég fór til Aarhus í gær og virðist óheppni mín á sviði almenningssamgangna ætla að halda áfram. Ég var rúma 4 tíma til Aarhus í stað 2:45 og svo 3:20 til baka, úff....... Ég hitti kennarann minn og svo einn mann sem á að "dæma mig" í vor, hann vill endilega fá að fylgjast með mér.....Hann er algjör snillingur, hefur farið 34 sinnum til Íslands að mæla upp gamlar kirkjur! Hann var alveg........þú veist, í Hvammsfirði...........við Búðardal.........og á Snæfellsnesi! Góður á því, veit ALLT um Ísland. Gaman að því:) Dagurinn fór því alveg í að spjalla við þessa góðu menn. Ég ætla alltaf að hitta alla, fá mér kaffi með hinum og þessum, en gefst sjaldan tími í það. Skólinn verður að ganga fyrir!

Annars var bróðir minn og fjölskyldan hans að fá afhent húsið sitt í vikunni og eru á fullu að mála. Ég væri alveg til í að vera með og hjálpa til:) En það styttist í það að námið klárist og maður geti verið með fjölskyldunni sinni eins mikið og maður vill!:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home