mánudagur, ágúst 08, 2005

Síðasta færslan í bili

Jæja.........

Ég er búin að ætla mér að gera lokafærslu hér í þónokkurn tíma. Ég byrjaði með þessa síðu í þeim tilgangi að vinir og fjölskylda heima gætu fylgst með mér/okkur í Danmörku. Þar sem að við erum flutt heim þá sé ég lítinn tilgang með síðunni. Því sé ég fram á að loka henni fljótlega.

Annars er allt gott að frétta. Við erum flutt inn, og erum smátt og smátt að koma okkur fyrir. Okkur líður rosa vel í nýju íbúðinni okkar. Við erum komin með heimasíma, og getið þið fundið hann á simaskra.is undir Bjössa nafni. Annars er ég með sama gemsanúmer.

Já, og við munum etv. byrja með aðra heimasíðu í febrúar.........:) Hvernig síða ætli það verði???;)

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ja hérna hér, er kellan sem sagt ólétt?! Congrats;o* Þú verður að láta mig vita linkinn svo mar geti fylgst með;o)
kv.Bjarney

1:10 e.h.  
Blogger herborg said...

Mikið ertu skörp frú Bjarney;)

1:45 e.h.  
Blogger arndis said...

Til hamingju!!!
Hvað er gamli símin þinn?

3:27 e.h.  
Blogger Dilja said...

Jáhh!!! og ég vissi ekki neitt!! TIL HAMINGJU elsku Herborg og Bjössi. Þessi frétt bjargaði þessum grámyglulega degi hjá mér...

verð að koma og kíkja við hjá ykkur áður en ég fer aftur út, og mér finnst að þú eigir ekki að hætta að skrifa sögur hérna inn. Við þarna úti viljum fá fréttir af ykkur....

bið að heilsa

4:06 e.h.  
Blogger Ásta said...

Sammála síðasta ræðumanni!!:)
Og til hamingju aftur bæði tvö! Ég bíð spennt;)

3:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Herborg,

Ég og Ásrún söknuðum þín í hittingnum um daginn og þar fékk ég fréttirnar...til hamingju, bara æði. Þú verður að senda á mig linkinn á nýju heimasíðuna í gegnum heimasíðu Arnalds.

Kveðja

Arna

1:01 f.h.  
Blogger herborg said...

já, ég verð með næst:) vonandi bara fljótlega:)

2:06 e.h.  
Blogger herborg said...

hehe.......þú varst á Krít!:)

Annars er ég búin að komast að því að tíminn á Íslandi líður hraðar, maður gerir ekki annað en að vinna og reyna að gera huggulegt í nýju íbúðinni. Sjáumst sem fyrst:)

7:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

I was surfing the net looking for more information on list building and lead generation and came across your site, it made very intersting reading, I have a blog all about leadgeneration at www.leadgeneration4u.blogspot.com

8:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

WiFi Finds An Old Kentucky Home
The city of Lexington, Kentucky has signed a one-year agreement with SkyTel to bring broadband wireless Internet service to it's downtown business district.
Good stuff! You have a great blog here! I'm definitely going to bookmark you!

I have a the lord's prayer blog. It pretty much covers the lord's prayer related stuff.

Come and check it out if you get time :-)

8:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æðislegt! Til hamingju... Þetta verður ekkert smá spennandi hjá ykkur. Maður verður svo að fá að fylgjast með krílinu á netinu. Kveðja, Dagmar Heiða

3:10 e.h.  
Blogger herborg said...

takktakk. ég held mató um jólin:) er það ekki fín hugmynd:)

4:40 e.h.  
Blogger Ásta said...

Glæsilegt!! Ég mæti! Kem þó ekki fyrr en 22. eða 23.des, og verð til 4.jan eða svo. Pant mató þarna í millitíðinni;) hehehe

10:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home