föstudagur, september 23, 2005

Ég var víst klukkuð:)

5 staðreyndir um mig.

1. Ég er rosalega myrkfælin. Ég hef séð framliðna og mér finnst ég finna þegar einhver er nálægt mér, hef hinsvegar ekki séð neitt í þónokkurn tíma. Held að ég hafi náð að loka á það. En já, finn fyrir einhverju og finn oft lykt. Ef ég þekki lyktina og veit hver er á ferð, þá er það bara notalegt:)

2. Ég ath alltaf áður en ég fer út hvort það sé ekki slökkt á eldavélinni, þó svo að ég hafi ekki verið að nota hana rétt áður.

3. Mér finnst ótrúlega gaman að elda og halda boð. Hlakka til þegar Flókagatan verður tilbúin í það og þegar ég er komin með lyst á matnum mínum aftur!

4. MIg langar rosalega að kunna að sauma og prjóna og stefni á að gera eitthvað í því á næstunni.

5. Ég var ropmeistari Breiðholtsskóla 1995. Ég og 2 strákar tóku þátt og ég rústaði þessu. Mikil mistök hjá þeim að vera að fá sér kókosbollu með kókinu!Ég fattaði á sviðinu að þetta væri nú miður kvenlegt og hef ekki ropað á almannafæri síðan!:) En hvað gerði maður ekki fyrir smá athygli á sínum tíma!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Brillljant!!!

Þurfum endilega að detta í ropkeppni þegar þú mátt fá þér bjór aftur... :)

12:41 e.h.  
Blogger herborg said...

hehehe..........jamm, í gluggalausu rými án upptökutækja og aðeins útvaldir fá að vera með!:) hehehe

annars dugar kókið mér alveg!:)

12:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Man þegar við tókum upp rop í míkrafón á tölvunni ykkar og dóum úr hlátri þegar við hlustuðum svo á það..hehehe
-Maja-

4:21 e.h.  
Blogger herborg said...

hehe......nutcases!:) hehhee

5:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég man vel eftir ropkeppninni '95, hélt ég myndi deyja úr hlátri þegar þetta kom út úr þér! Algjör snilld!

Dögg

2:29 e.h.  
Blogger Ásta said...

Djöfull líst mér vel á að þú sért byrjuð að blogga aftur! Var farin að sakna frétta:( Halda þessu áfram:)

Já, og varðandi ropkeppnina....ég er ekki hissa, líkt þér að gera svona! hehehe

7:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home