miðvikudagur, október 16, 2002

Komin frá Köben og ótalmargt að segja um þá ferð. En samt eitt það fyndnasta var þegar við hittum útúrreyktan en samt mjög saklausan gaur í strætó. Við vorum semsagt nokkur íslensk saman í strætó og hann spurði okkur strax hvaðan við kæmum og byrjaði að segja okkur að hann hefði unnið í Hagkaup einu sinni og svona. Svo fer hann allt í einu að spyrja okkur hver sé með hverjum og svona, og var alveg svona.....jáa þú ert með henni og þið eruð saman og svo framvegis. Svo hugsar hann sig aðeins um og segir svo:"Jeg har en eks-kæreste", geðveikt svona innilega eitthvað. Við sprungum öll úr hlátri. Fyndið þegar fólk veit ekki af því þegar það segir svona gullmola!!
Annað markvert gert í KBH:
1. Ég sá frumbyggjana spígspora um Strikið í leit að sparibuxum.....heheheheheeeeeee.....Maja nær þessum allavega
2: Fórum á Hard Rock, almennilegir borgarar!!!
3. Fórum á Carlsberg safnið
4. Fórum á Louisiana safnið (hitti einn vinnufélaga minn fyrir tilviljun í lestinni á leiðinni frá safninu-ótrúlegt!!!)
5. Fórum í Christianiu, það er algjör snilld!!! Mæli með að sjá það
6. Hviids vinstue, hittum Ásdísi þar
7. Shoppuðum aðeins
ooooooog eitthvað fleira. Köben er snilld en samt ágætt að vera komin heim í sveitasæluna..........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home