fimmtudagur, október 17, 2002

nokkrir góðir úr læknaskýrslum:
"Sjúklingurinn var í morgun að drekka te og borða maís þegar að bar mann sem heitir Kristmundur."
"Við komu á spítalann var sjúklingurinn fljótlega skoðaður af undirrituðum, og kemur þá í ljós að um er að ræða 46 ára gamlan karlmann sem er þrekvaxinn og vöðvastæltur."
"Sjúklingur fær verki í bringunni ef hún liggur á vinstri hlið lengur en í eitt ár."
"Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta mig árið 1983."
"Sjúklingur tárast og grætur stöðugt. Virðist líka vera niðurdreginn."
"Sjúklingur var í góðu ásigkomulagi þar til flugvélin hans varð eldsneytislaus og hrapaði."
"Sjúklingur fékk sér vöfflur í morgunnmat og lystarstol í hádeginu."
"Sagan er fengin frá uppgefnum ættingja."
"Sjúklingurinn er fertug, að öðru leyti ekkert athugavert."


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home