mánudagur, desember 09, 2002

Í dag komst ég að því að ég á aldrei eftir að geta fengið mér nýjan gsm síma!! Ég var rétt svo búin að hjóla út úr portinu hérna í morgun þegar plastpokinn sem ég var með á stýrinu flæktist í hjólinu og rifnaði með þeim afleiðingum að síminn minn flaug í götuna og fór í 3 búta. Ég tók hann upp og sá að hann lifði það af. Nema hvað að núna var ég ekki með neinn poka lengur þannig að ég þurfti að halda á öllu sem var í pokanum ( sími, tveir pennar og nokkur blöð) ég ákvað að setja símann í jakkavasann og halda á hinu. Nema hvað að þegar ég er búin að hjóla u.þ.b. 200 m í viðbót og er á mikilli ferð ( var að ná ljósunum-hehehhe) þá flýgur síminn úr vasanum og fór aftur í nokkra búta. Ég stekk af hjólinu og set hann saman aftur og hann ennþá í góðu lagi. Þegar ég svo ætla að setjast á hjólið aftur þá kemur köttur á fleygiferð og ætlar að hlaupa beint út á götu, og ég öskra alveg bara neiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!!!!, kötturinn náði skilaboðunum (kettir eru bestir!!!) og snarhemlaði og hljóp eitthvað í burtu. Eftir þetta ákvað ég nú bara að það væri kannski bara best fyrir mig að reiða hjólið í skólann!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home