Í dag komst ég að því að ég á aldrei eftir að geta fengið mér nýjan gsm síma!! Ég var rétt svo búin að hjóla út úr portinu hérna í morgun þegar plastpokinn sem ég var með á stýrinu flæktist í hjólinu og rifnaði með þeim afleiðingum að síminn minn flaug í götuna og fór í 3 búta. Ég tók hann upp og sá að hann lifði það af. Nema hvað að núna var ég ekki með neinn poka lengur þannig að ég þurfti að halda á öllu sem var í pokanum ( sími, tveir pennar og nokkur blöð) ég ákvað að setja símann í jakkavasann og halda á hinu. Nema hvað að þegar ég er búin að hjóla u.þ.b. 200 m í viðbót og er á mikilli ferð ( var að ná ljósunum-hehehhe) þá flýgur síminn úr vasanum og fór aftur í nokkra búta. Ég stekk af hjólinu og set hann saman aftur og hann ennþá í góðu lagi. Þegar ég svo ætla að setjast á hjólið aftur þá kemur köttur á fleygiferð og ætlar að hlaupa beint út á götu, og ég öskra alveg bara neiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!!!!, kötturinn náði skilaboðunum (kettir eru bestir!!!) og snarhemlaði og hljóp eitthvað í burtu. Eftir þetta ákvað ég nú bara að það væri kannski bara best fyrir mig að reiða hjólið í skólann!!
He´bo´s hverdag
Tenglar
Anna SigAnnska
Arndis
Asdis
Asta
Bergur Kari
Bjarney
Bjossi Ingimundar
Dadi
Dilja
Drofn og Arnar
Embla Eik
Geir
Gunnar og Emilia
Helgi
Jon Geir
Julian og Lukas
Kjartan
Magnus Ari -braðum stori broðir
Maja
Margret
Oli
Sara
Sigga
Sigrun
Skuladætur
Steinunn og Atli
Svala
Sverrir
Vally
4X
Previous Posts
- Haaaaaalllllllóóó´!!!!! hvernig nennir fólk þessu!...
- 17 dagar til jóla!!!! Er ennþá að nauðga Pottþétt ...
- Pottþétt jól eru að gera góða hluti núna!!! postC...
- Ég vil bara minna á það að það eru 19 dagar til jó...
- 21 dagur til jóla!!!! Við erum komin með svona "te...
- Svarti vísindamaðurinn Biggi á afmæli í dag, til h...
- Var í skólanum í dag, stutt í skil og eins gott að...
- Var að koma heim úr afmælinu. Eins og fólk hérna í...
- Maturinn í gær var algjört æði!! Annars er ég bara...
- Ekki búin að láta heyra í mér seinustu daga vegna ...
mánudagur, desember 09, 2002
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home