þriðjudagur, apríl 15, 2003

Besti vinur Bjössa hérna úti er frá Eþíópíu og heitir Ashenafi, kallaður Ash. Ekki það að það sé einhver voða frétt, en það er ótrúlegt hvað við komum frá ólikum samfélögum. Í dag sagði hann mér til dæmis frá því að ef fólk missir einhver nákominn ættingja þá raka konur af sér hárið og karlmenn láta skeggið vaxa (mun skárra það sem karlarnir gera!!).
Annað: Þau borða páskamatinn klukkan 3 um nóttina aðfaranótt páskadags. Fáránlegt.
Gæti nefnt fullt af öðrum dæmum, kemur kannski seinna. Annars bara sól og suamr hér, loksins. Spáð 20 stiga hita á fimmtudag:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home