þriðjudagur, mars 25, 2003

jæja, þá er maður komin aftur til Danmerkur eftir stutt stopp heima. Tíminn var mest nýttur í faðmi fjölskyldunnar, sem var alveg frábært. Svo var auðvitað aðeins kíkt út á lífið, en það var bara í rólegri kantinum þar sem enginn tími átti að fara til spillis í of mikinn svefn eða hausverk:)
Veðurlega séð er ágætt að vera komin aftur, sólin skín og bara peysuveður. Fínt það. Ég ætla að skella mér í ræktina, maður borðar alltaf jafn mikið þegar maður er heima þannig að það á að ná því af í spinning á eftir. Svo á bara að vera dugleg í skólanum núna, ekki eins og það sé mikill tími eftir á þessari önn.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home