Í gærkvöldi gerðum við eitthvað annað en við gerum venjulega hérna í Aarhus. Okkur áskotnuðust frímiðar á handboltaleik milli AGF og Álaborgar. Í Aarhus liðinu eru 2 Íslendingar, Róbert Gunnarsson og Þorvarður Tjörvi. Svala kærasta Robba var svo góð að bjóða okkur miða.
Allaveganna, AGF þurfti að vinna leikinn til þess að komast í úrslitakeppnina. Höllin var full, tæplega 5000 manns- svaka stemmning. En því miður þá töpuðu þeir......gengur bara betur næst!!!
Eftir leikinn horfðum við Tinna á Temptation Island. Allt að verða vitlaust þar........segi ekki meira, Arny á eftir að horfa á upptökuna.....
Allaveganna, enn sól og hiti hér. Í kvöld á að grilla BBQ kjúklingaspjót og svo er ég að mixa kartöflusalat........
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home