sunnudagur, apríl 20, 2003

Jæja, bara kominn páskadagur. Búið að líða fljótt þetta svokallaða frí:) Annars fer ábyggilega bróðurpartur eftirmiðdagsins í dag í undirbúining fyrir matinn. Matseðillinn er svohljóðandi:
Forréttur: Graflax, heimatilbúin graflaxsósa og ristað brauð
Aðalréttur: Roastbeef, bernaisesósa, smjörsteiktar kartöflur (með völdum kryddum) og salat.
Eftirréttur: Páskaegg nr. 1 frá Nóa, ís og baileys.
Hljómar þetta ekki bara vel hjá okkur. Fyrsta skipti sem maður ber einn ábyrgð á eldamennskunni á hátíðardegi. En ég er viss um að ég rústi þessu!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home