Hvar er til bóluplast í Danmörku?? Ég fór í Silvan í gær og það var ekki til þar og svo hringdi ég í Bauhaus í dag og ekki heldur til þar. Skrýtið þar sem að þessar tvær verslanir eru stærstar í BYKO-Húsasmiðjubissnessinum hérna í Danmörku. Ef einhver hefur hugmynd um hvar ég get fengið bóluplast þá má endilega láta mig vita:)
Annars tók ég daginn snemma í morgun og fór með Bjössa í skólann og beið frammi meðan hann var í munnlegu prófi í Evrópusambandslögum. Hann rústaði því náttúrulega:) og fékk 10!! Eftir það þá hjóluðum við niður í bæ, kíktum í nokkrar búðir og fengum okkur svo að borða við ána. Smá pása á milli lesturs. Við hjóluðum svo heim á leið en settum hjólið mitt í viðgerð í leiðinni, þar sem það var að verða ansi bremsulaust:)
Dagurinn er svo búinn að vera frekar afslappaður. Búin að þvo þvott, fara út að hlaupa og hanga á netinu:)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home