Í gær var afslöppunardagur:) Tvær góðar sögur af deginum:
1. Fórum á Loppemarked(flóamarkað) í Bella Center. Þar var margt forvitnilegt. Meðal annars sáum við stóla sem okkur fannst flottir. Ég ákvað að sprja manninn hvað hann vildi fá fyrir gripina(3 stk). Hann sagði fyrir alla 3 2000 dkr. Þá spurði ég hvað hann vildi þá fá fyrir einn. Þá svaraði hann 600 dkr!!! Góður gaur......
2. Við fórum svo á KIll Bill í gærkvöldi. Við tókum strætó og settumst fremst. Allir sem komu inn sýndu mánaðarpassann, klipptu á klippikotinu eða borguðu, nema á einni stoppistöð þá kom einhver bimbó inn og þá sagði strætóbílstjórinn við hana að hún þyrfti ekkert að borga......bara verið að hözzztsla í vinnunni. Við gátum ekki annað en hlegið:)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home