Var í lestinni áðan frá Aarhus til KBH, ekki svo frásögufærandi......nema frá Odense sátu gaurar í básnum við hliðina á mér sem voru að leysa eitthvað læknisfræðiverkefni. Málið var það að annar þeirra vissi allt en hinn var bara vitlaus og var alltaf að spyrja þennan klára um allt. Ég skil ekki hvaðan strákurinn hafði þolinmæði í að segja honum frá öllu. Persónulega hefði ég rotað hann!!!
Ég var orðin það pirruð að ég stóð upp þegar það voru 10 mín eftir af ferðinni og labbaði fram og beið þar frekar...............
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home