fimmtudagur, október 23, 2003

Við ætlum að skreppa aðeins í IKEA og er það því í 3 skipti sem við förum þangað eftir að við fluttum til KBH. Við erum alltaf með einhverja drauma um að okkur langi í nýja stóla, þar sem að við erum búin að fá ógeð af klappstólunum okkar, og að okkur langi í almennilegt sófaborð með hirslum, þar sem að við getum geymt blöð og svoleiðis. En þannig er mál með vexti að ég hef alltaf farið vel með peningana mína og mér finnst óþarfi að vera að kaupa eitthvað nýtt, ef maður á það fyrir. Kannski sérstaklega þar sem að við búum hérna tímabundið og þegar við flytjum heim þá flytur maður í allt öðruvísi húsnæði sem mögulega krefst annarra húsgagna.

Ég spái því að við kaupum voða lítið þarna, en það er alltaf gaman í IKEA!!!:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home