sunnudagur, október 05, 2003

Sunnudagur í Danmörku. Árósar er dauður bær á sunnudögum, en það er alltaf líf í KBH, þar sem bærinn er alltaf fullur af túristum. Danirnir halda sér þó flestir heima fyrir, og það ætlum við líka að gera í dag. Slappa af og jafnvel reyna að gera eitthvað af viti!!
Kíktum á nýja bekkjarfélaga Bjössa í gær og enduðum með þeim á Vega, sem er svaka stór skemmtilstaður hérna í KBH.
Núna er bara kveikt á MTV og Cher að reyna að syngja, mér finnst alltaf eins og hún sé að kafna, endalaus rembingur í henni....vonlaus gella!
Á morgun er það svo Aarhus......ætla að taka lestina klukkan 7, þá er ég komin fyrir 10 í skólann. Svo er það bara dejlige Island næsta laugardag!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home