laugardagur, nóvember 22, 2003

Gleymdi að segja frá einu sniðugu. Húsvörðurinn okkar er búinn að vera á eftir okkur undanfarið út af því að við áttum hjá honum skilti á póstkassann. Við þurfttum að borga fyrir það 100dkr. Við höfðum ekkert komist til hans á opnunartíma þannig að hann er búinn að vera að senda okkur ítrekanir um skiltið. Það varð til þess að ég skrifaði honum bréf og lét svo hundraðkall fylgja með. Í bréfinu bað ég hann einfaldlega um að setja skiltið okkar í póstkassann og við myndum svo setja það upp hið snarasta.

Þetta gekk svo eftir. Hann setti það í póstkassann og við settum það svo upp um leið. Nema hvað að núna nokkrum dögum seinna er bréfið frá okkur til húsvarðarins aftur komið í póstkassann, þar sem að hann er búinn að skrifa á það: " Rosalega falleg skrift"!!!!

Ekki leiðinlegt að fá svona hrós!!

Ætli hann hafi tekið ljósrit?? hehehe

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home