Ég var að lesa nýlega Viku sem okkur áskotnaðist. Þar rakst ég á uppskrift af hollum og góðum kjúklingarétti frá ungu pari á framabraut, eins og það var orðað. Uppskriftin hljóðar svona:
Hráefni:
Kjúklingur
Salt
Pipar
Aðferð:
Kryddaðu bringurnar vel báðum megin og grillaðu þær í ofninum þar til þær eru orðnar hvítar í gegn og fallega gylltar.
Að þetta hafi verið birt!!heheh.......kannski kaldhæðni!
Annars var Árný hjá okkur í nótt. Við borðuðum góðan mat í gærkvöldi og lágum yfir íslenskum tímaritum. Sumarbústaðastemmning eins og Árný orðaði það;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home