Ásrún syss er 26 ára í dag. Til hamingju með það!!
Annars fórum við í kvöldgöngutúr í gær um hverfið og tókum myndavélina með. Það var svo kalt að ég hélt að ég myndi missa fingurna þegar ég var að taka myndir. Svo komum við heim og ætluðum að setja myndirnar á netið og þær voru alltof dökkar, var ekki einu sinni hægt að gera þær sýningarhæfar í Photoshop!
Við verðum bara að fara í göngutúr í birtu fljótlega og taka aðrar myndir af snilldarhverfinu sem við búum í;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home