sunnudagur, febrúar 01, 2004

Eftir ágætis skrall á fimmtudag ákváðum við að eiga rólega helgi, sem var fínt og kannski eins gott þar sem að við lentum í smá veseni hérna í gærkvöldi.

Þegar við lágum uppi í sófa heyrðum við allt í einu einhver vatnshljóð og komumst að því að það var farið að leka inni á baði, og ekkert lítið. Það var kominn rosa pollur þegar við uppgötvuðum þetta. Við erum ekki mjög sjóuð í að lenda í svona veseni sjálf þannig að við vissum ekki alveg hvað við áttum að gera. Við hringdum í eiganda íbúðarinnar og heimsóttum húsvörðinn sem kom og kíkti á málið. Hann skildi ekkert í þessu, kannski ekki skrítið þar sem að hann lyktaði eins og bjórverksmiðja!! En það kemur semsagt einhver karl hérna eftir helgi að tékka á þessu. Skemmtilegt!!

Svo er önnin bara að byrja á morgun, og verkefni annarinnar er að teikna menntaskóla. Mjög spennandi! Hlakka til að sjá hvernig planið lítur út á morgun. En núna á að fara að henda í súrsætt svínakjöt........


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home