Fór með skólanum í dag að skoða menntaskóla sem var byggður um 1970. Mjög flottur skóli. Þar tók rektorinn á móti okkur og bauð okkur inn á skrifstofuna sína. Þar fræddi hún okkur um skólann, hvað henni fannst gott við hann og hvað henni þótti slæmt. Hún tilkynnti okkur að við fengjum svo kaffi og fastelavnsbollur, ágætt þar sem við vorum öll svöng. Stuttu seinna kemur svo kona inn með leirtau og kaffibrúsa og bakka með bollum. Svo segir konan: "Disse boller er altså bagt af en hjerneskadet" Þessar bollur voru bakaðar af heilasköðuðum manni).
Hvaða upplýsingar voru þetta??!!
Til að toppa þetta sagði hún svo: " De ser ellers alle sammen godt ud, undtagen den her, der har sket noget med den" ( Þær líta allar vel út, nema þessi hérna, það hefur eitthvað gerst með hana).
Ég veit ekki hvort að ég var sú eina sem fannst þetta frekar fáránlegar upplýsingar.............
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home