Jæja, þá vorum við að skríða heim frá Aarhus. Við erum búin að hafa það fínt þar. Borðuðum með Ragga og Árnýju og mánudagskvöldið og keyptum okkur svo uppáhaldskínamatinn okkar á þriðjudaginn á China star grill á Stjernepladsen. Ólýsanlega ljúffengt!!
Það er mikið að gera hjá okkur báðum í skólanum, B í prófum og ég að skila eftir mánuð. Þannig að núna þarf allt að fara að ganga upp hjá mér.........
Annars er veðrið alltaf að verða betra og betra og verður orðið alveg frábært þegar Maja og Kristín koma hingað eftir mánuð!! Hlakka til:)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home