fimmtudagur, apríl 29, 2004

Var að elda rosa gott Chili con carne upp úr mexikanskri matreiðslubók sem ég á. Það er ekki það sama og að fixa sjálfur Chili con carne; steikja hakk og krydda það með sömu kryddum og þegar þú eldar hakk og spaghetti og svo bæta tómötum og baunum út í, þó það bragðist vissulega ágætlega............
Skv. uppskriftinni eru semsagt 1 laukur og 3 hvítlauksrif steikt létt, hakkinu bætt út og steikt áfram. Einni "kúgfullri" skeið af Cayenne pipar bætt út í, nautasoði, lárviðarlaufi, matskeið af kúmeni, einni dós af hökkuðum tómötum og tómatpúrru. Þetta er svo látið malla í 45 mín og þá er nýrnabaununum bætt út í í 10 mínútur. Smakkað til með salti.

Þetta borðuðum við svo með skorpubrauði og salati.

Reyndar var mælt með í uppskriftinni að maður ætti að fá sér fullt af bjór með þessu;)- en við létum sódavatnið duga í þetta skiptið!!

Langt síðan ég hef talað um mat á síðunni minni, þannig að það var kominn tími á það!!




0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home