laugardagur, maí 01, 2004

Jæja, þá erum við, ásamt Ragga og Árnýju, búin að prófa Dæmonen, nýja rússíbanann í Tívolíinu. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið rosa gaman. Við sátum fremst!! Ég öskraði ansi mikið...........nú getið þið farið að hlakka til Maja og Kristín!!

Við vorum þarna allt kvöldið, enda hugguleg stemmning. Fengum okkur að borða, keyptum okkur ís, heimsóttum brjóstsykursverksmiðjuna og horfðum á magnaða útitónleika;) Frábært kvöld.




0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home